17. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 140. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 12. desember 2011 kl. 15:15


Mættir:

Björgvin G. Sigurðsson (BjörgvS) formaður, kl. 15:15
Oddný G. Harðardóttir (OH), kl. 15:15
Ragnheiður Ríkharðsdóttir (RR), kl. 15:15
Siv Friðleifsdóttir (SF), kl. 15:15
Skúli Helgason (SkH), kl. 15:15
Þráinn Bertelsson (ÞrB), kl. 15:30
Þuríður Backman (ÞBack), kl. 15:15

Nefndarritari: Selma Hafliðadóttir

Bókað:

1) Fundargerðir síðustu funda. Kl. 15:15
Fundargerðir 13., 14. og 15. funda voru staðfestar.

2) 383. mál - efling tónlistarnáms Kl. 15:20
OH var valinn framsögumaður málsins.
Á fund nefndarinnar komu Agnes Guðjónsdóttir og Margrét Magnúsdóttir frá mennta- og menningarmálaráðuneyti og kynntu frumvarpið fyrir nefndinni.

3) 378. mál - opinberir háskólar Kl. 15:35
SkH var valinn framsögumaður málsins.
Á fund nefndarinnar komu Agnes Guðjónsdóttir, Einar Karlsson og Jenný Jensdóttir frá mennta- og menningarmálaráðuneyti og kynntu frumvarpið fyrir nefndinni.

4) 315. mál - skil menningarverðmæta til annarra landa Kl. 15:50
BjörgvS var valinn framsögumaður málsins.
Á fundinn komu Agnes Guðjónsdóttir og Ragneheiður Helga Þórarinsdóttir frá mennta- og menningarmálaráðuneyti og kynntu frumvarpið fyrir nefndinni.
Málið var afgreitt frá nefndinni, að nefndaráliti standa: BjörgV, SkH, ÞrB, OH, ÞBack, RR, SF.

5) 363. mál - þjóðskrá og almannaskráning Kl. 16:00
BjörgvS var valinn framsögumaður málsins.
Á fund nefndarinnar komu Bryndís Helgadóttir frá innanríkisráðuneyti og Margrét Hauksdóttir frá Þjóðskrá Íslands og kynntu frumvarpið fyrir nefndinni.
Nefndin ákvað að senda málið til umsagnar.

6) 361. mál - skráning og mat fasteigna Kl. 16:15
BjörgvS var valinn framsögumaður málsins.
Á fund nefndarinnar komu Bryndís Helgadóttir og Margrét Hauksdóttir og kynntu frumvarpið fyrir nefndinni.


7) 289. mál - meðferð sakamála Kl. 16:20
BjörgvS var valinn framsögumaður málsins.
Á fund nefndarinnar kom Bryndís Helgadóttir frá innanríkisráðuneyti og kynnti frumvarpið fyrir nefndinni.
Málið var afgreitt frá nefndinni, að nefndaráliti standa: BjörgvS, SkH, ÞrB, OH, ÞBack, RR, SF.


8) 257. mál - happdrætti fyrir Samband íslenskra berkla- og brjóstholssjúklinga Kl. 16:25
BjörgvS var valinn framsögumaður málsins.
Á fundinn komu Bryndís Helgadóttir og Fanney Óskarsdóttir frá innanríkisráðuneyti og Guðmundur Löve frá Sambandi íslenskra berkla- og brjóstholssjúklinga.
Málið var afgreitt frá nefndinni, að nefndaráliti standa: BjörgvS, SkH, ÞrB, OH, ÞBack, RR, SF.


9) Önnur mál. Kl. 16:30
Fleira var ekki gert.

BJ boðaði forföll vegna veikinda.

Fundi slitið kl. 16:35